Um Glacier Adventure
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 13km frá Jökulsárlóni. Við sérhæfum okkur í jöklaferðum og fjallgöngum í Ríki Vatnajökuls og bjóðum hópa sérstaklega velkomna til okkar.
Glacier Adventure bíður uppá persónulega þjónustu og þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Leiðsögumenn Glacier Adventure þekki svæðið vel og einnig sögu svæðisins. Við leggjum mikla áherslu á að miðla staðbundinni þekkingu til gesta okkar. Ferðirnar búa því yfir ákveðnum ævintýrablæ þar sem farið er yfir það hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna framskriði og hopun þeirra. Í okkar ævintýraferðum er ýmislegt í boði eins og fjallgöngur, jöklagöngur, jöklaferðir, íshellaskoðun, ísklifur, kajakferðar og jeppaferðar. Við bjóðum einnig upp á að sérsníða ferðarnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðarnar henta hverjum sem er, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða hópar stórir sem smáir.
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala í boði Glacier Adventure. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
Móttakan okkar er á Hala í Suðursveit og þar er:
-Bílastæði
-Móttaka í uppgerðu mjólkurhúsi og lítil verslun með smáhluti fyrir útivistina
-Salerni
-Frítt wifi
-Það eru gistihús, sveitahótel, veitingastaður og safn á Hala, merktar gönguleiðir og stutt í flottar náttúruperlur.
- Á Hala er mjög skemmtilegt safn um rithöfundinn Þórberg Þórðarson sem fæddist þar (1888-1974) sjá nánar á www.thorbergur.is
-Til að fá frekari upplýsingar um gistingu á Hala þá er hægt að fara á www.hali.is og www.skyrhusid.is
-Nálægðin við helstu náttúruperlur Íslands er eins og Vatnajökul og Jökulsárlón gefa gestum kost á að dvelja á rólegum stað og eiga kost á að fara í ýmsar ferðir með leiðsögn heimafólks.
Við erum með opið allt árið og erum með árstíðabundnar ferðar. Á veturna bjóðum við upp á íshellaferðar í Breiðarmerkurjökli og á sumrin bjóðum við upp á jöklagöngur af ýmsu tagi, kajak ferðar og fjallgöngur.
Starfsfólkið okkar
Starfsfólkið okkar leggur mikla áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.
Í okkar teymi erum við með reynslumikla leiðsögumenn sem eru með yfirgripsmikla þekkingu á því sem þau taka sér fyrir hendur. Sumir eru ættaðir frá svæðinu en aðrir hafa dvalið þar lengi og þekkja svæðið vel.
-Leiðsögumenn okkar eru uppfullir af fróðleik, fagmannlegir og auðvitað skemmtilegir.
-Allir okkar leiðsgögumenn eru með AIMG réttindi ásamt þeim réttindum sem þarf að hafa til að starfa við ferðir á jöklum og í fjalllendi.
-Glacier Adventure er þátttakandi í VAKINN sem er gæðakerfi ferðajónustunnar og styður við okkar markmið að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi.
-
Haukur Ingi Einarsson
Leiðsögumaður -
Sandra Sigmundsdóttir
Leiðsögumaður -
Stefán Viðar Sigtryggsson
Leiðsögumaður -
Mike Reid
Leiðsögumaður -
Marcin Grzyb
Leiðsögumaður -
Ladislav Skála
Leiðsögumaður -
Berglind Steinþórsdóttir
Skrifstofa/Markaðssetning -
Nejra Mesetovic
Skrifstofa/Leiðsögumaður -
Haukur
Tour Guide
Umhverfisstefna
Glacier Adventure er meðlimur í VAKINN sem er opinbert gæða og umhverfisverndar kerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu, sem þýðir að við störfum á siðferðislegan, faglegan og umhverfisvænan hátt.
Hvernig uppfyllum við umhverfissuldbindingarnar okkar?
• Í ferðunum okkar þá leggjum við áherslu á sjálfbærni og verndun umhversins.
• Varðveiktum náttúruauðlindirnar, en íslensk náttúrua er viðkvæm og því ferðumst við á okkar værði með virðingu til hennar.
• Markmið okkar er að lágmarka umhverfisáhrifin þegar við ferðumst og reynum að skilja ekki eftir nein spor.
• Við endurnotum og endurvinnum allt sem við getum.
• Flestir starfsmenn GA búa í næsta bæ við, Höfn, og á hvejrum degi þurfum við að keyra um 60km í vinnuna. Þá notum við rafbílinn okkar WV GTA Passat og reynum þannnig að menga minna.
• Framtíðarmarkmið okkar er að nota umhverfisvæna bíla eins mögulegt og það er.
• Glacier Adventure er meðlimur í Kolvið síðan nóvember 2017. Markmið Kolviðar er aukin binding kolefnis í skógarvistkerfum í þeim tilgangi að draga úr styrk koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund almennings og fyrirtækja um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni
• Við ákvarðanir okkar í viðskiptum, þá hugsum við um umhverfisþættina í leiðinni.
Mikilvægasta af öllu:
„Við erfum ekki jörðina frá formæðrum og forfeðrum okkar, heldur höfum við hana aðeins að láni frá afkomendum okkar.“
Badges
-
WE ARE AUTHORIZED TOUR OPERATOR
Glacier Adventure has a licence provided by Icelandic tourist board to function as a tour operator.
-
WE ARE MEMBERS OF THE ICELANDIC TRAVEL INDUSTY ASSOCIATION
The Icelandic Travel Industry Association – SAF endeavors to advance quality, safety and professionalism among its membership. It aims to inform its membership about consumer laws and insurance regulations in all the markets from which the travelers originate. The Association is cooperating with the government and Tourist Board to get official classification of hotels, guesthouses and buses according to service features and quality.