Gisting á Hala


Vinsamlegast athugið að til þess að bóka gistingu þá þarf að hafa samband beint við gististaðina, viðskiptavinir Glacier Adventure fá gott tilboð. Hér eru heimasíðurnar hjá www.skyrhusid.is  og www.hali.is

Það er staðsetningin sem gerir Hala að vinsælum áningarstað. Það tekur eingöngu 10 mínútur að keyra að Jökulsárlóni og þar er alltaf gaman að koma og virða fyrir sér jakana sem fljóta um á lóninu, stundum má sjá sel stinga upp kollinum og í fjörunni þar sem jakarnir liggja er algjör ævintýraheimur. Það eru gönguleiðir við lónið sem gaman er að ganga og einnig er boðið upp á siglingu á Jökulsárlóni.

Hægt er að velja um mismunandi gistingu á Hala allt eftir því hvað fólki hentar best.

Skyrhúsið Gistiheimili

Skyrhúsið er í gamla burstabænum og er lítið gistiheimili með heimilislegum blæ, til að fá tilboð þá er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

 

Skyrhúsið er gistiheimili sem var endurbyggt við gamla bæinn á Hala, gistiheimilið er nýbygging en gamli hlutinn var byggður 1934.

Innifalið eru uppábúin rúm og handklæði, lítill vaskur er í öllum herbergjum en sameiginleg klósett og sturtuaðstaða.

 


Aðgengi er að sameiginlegu eldhúsi fyrir einfalda matargerð á neðri hæðinni.

Morgunmatur er ekki í boði, en boðið er upp á kaffi, te, kakó, djús og skyr.
Þórbergssetur / Hali Sveitahótel er í mínútu göngufjarlægð, þar er hægt að panta morgunmat, hádegis og kvöldmat. Vinsamlegast hafið samband við þau beint í gegnum tölvupóst [email protected]

Hali Sveitahótel

Hali Sveitahótel býður upp á gistingu, uppábúið rúm, bað og sturta inn á herbergjum og morgunmatur innifalinn.

Herbergin hafa öll skrifborð og stól, flatskjá, góðann fataskáp, þægileg rúm, gólfhita og öll herbergi eru með sér sturtu og salerni.

Hægt er að panta mat af matseðli og hópar geta haft samband við þau ef áhugi er að panta mat fyrir hópa. Vinsamlegast hafið samband við þau beint í gegnum tölvupóst [email protected]


Sameiginleg setustofa á Hala Sveitahóteli

Þórbergssetur er á Hala, það er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithögund.


Mynd frá sýningunni í Þórbergssetri

Í Þórbergssetri er veitingastaður sem býður upp á veitingar beint frá Býli.

Merktar gönguleiðir eru á Hala sem gaman er að ganga og virða fyrir sér fjalla og jöklafegurð.