Gefðu skemmtilega og ævintýralega upplifun með gjafabréfi Glacier Adventure!
Með gjafabréfi Glacier Adventure gefur þú, útiveru, upplifun og samveru þeirra sem þú elskar mest. Gjafabréfin gilda sem greiðsla fyrir allar ferðir sem Glacier Adventure býður upp á. Þú kaupir gjafabréfið á heimasíðu okkar þar sem þú velur upphæð og færð rafræna útgáfu af gjafabréfi senda í tölvupósti. Eigandi gjafabréfs notar það svo til að greiða fyrir eða upp í hvaða ferð sem Glacier Adventure framkvæmir.
Gjafabréfin eru seld með 15% afslætti*. ( Dæmi: Þú gefur fyrir 50.000.- en greiðir 42.500.- )
Glacier Adventure býður upp á skemmtilegar ferðir á borð við jöklaferðir, fjallaferðir, íshellaferðir og jeppaferðir. Þú getur einnig óskað eftir að Glacier Adventure sérsníði ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta öllum, hvort sem það eru fjölskyldur, einstaklingar eða hópar.
Við bjóðum gestum okkar að njóta Fjóshlöðunnar með okkur. Fjóshlaðan er vísir að Jökla- og fjallasetri þar sem fjölskyldan getur slakað á eftir vel heppnaða útiveru með Glacier Adventure, litað á steina, slakað á yfir kaffibolla, farið í kubb eða pílukast – Þú ert þinn skemmtanastjóri!
Hér eru hugmyndir af ferðum sem hægt er að nýta gjafabréfið í eftir upphæð:
![]() |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Gjafabréf að verðmæti 20.000 kr. Ferð í Lónsöræfi fyrir tvo |
Gjafabréf að verðmæti 27.800 kr. Jöklaganga á Vatnajökli fyrir tvo |
Gjafabréf að verðmæti 39.000 kr. Íshellaskoðun fyrir tvo |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Gjafabréf að verðmæti 40.000 kr Fjallganga upp Nautastíg fyrir tvo |
Gjafabréf að verðmæti 50.000 kr. Sumar jöklaferð fyrir tvo |
Gjafabréf að verðmæti 91.800 kr. Hvannadalshnúkur fyrir tvo |
*Gildistími gjafabréfa er 2 ár frá útgáfudegi.
**Gjafabréf gildir ekki af tilboðsvörum
Glacier Adventure |
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 12km frá Jökulsárlóni. Við sérhæfum okkur í ferðum á svæðinu í Ríki Vatnajökuls og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti.
Allar ferðir Glacier Adventure byrja frá Hala, þar tekur leiðsögumaðurinn á móti ykkur í ný uppgerðu móttökunni okkar. Móttakan er orðin mjög notaleg, þar er hægt að græja sig fyrir ferðar, fá leigða gönguskó ef það er þörf fyrir því og fá sér kaffi fyrir jöklaferðina.
![]() ![]() |
![]() ![]() |
Ert þú með fyrirtæki?Upplifun er jólagjöfin í ár fyrir starfsfólkið í fyrirtækinu! |
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja hlúi að starfsanda innan starfsmannahópsins. Með gjafabréfi Glacier Adventure gefur þú skemmtilega og ævintýralega upplifun sem hentar öllum og skapar frábærar minningar. Við tryggjum að starfsfólkið þitt fái persónulega og góða þjónustu.
Þú velur upphæðina og handhafi gjafabréfs nýtur það upp í hvaða ferð sem er og fær 15% afslátt af ferðum. Þú getur einnig haft samband og fengið sérsniðið gjafabréf fyrir þitt starfsfólk. Við höfum fengið frábærar umsagnir um ferðirnar okkar! Kynntu þér umsagnir frá fyrri gestum í gegnum Tripadvisor. |
HAFA SAMBAND