Hvernig föt henta í jökla-og fjallgöngur


Það getur oft tekið smá tíma að finna út úr því hverju er best að pakka niður ætli fólk í ferð á jökul eða í fjallgöngu. Hér höfum við tekið saman smá lista sem hægt er að notast við ætli fólk að koma í ferð með okkur. Inn á heimasíðunni eru upplýsingar undir hverri ferð þar sem tekið er fram hvaða búnaður hentar best fyrir hverja ferð.

Hér má sjá hvaða búnað þú færð fyrir jöklagöngurnar, stórkostlega skemmtilegur leiðsögumaður er innifalinn í verðinu á ferðinni.

Hlökkum til að sjá þig og ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar á [email protected]