Móttakan okkar á Hala


Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki staðsett á Hala í Suðursveit. Við leggjum aðal áhersluna á mismunandi ferðar á jökli og fjalllendi hér í nágrenninu en einnig bjóðum við upp á kajakferðar fyrir litla hópa.

Það sem við leggjum mest upp úr er persónuleg þjónusta, við viljum deila þekkingu okkar um svæðið með ykkur og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Við bjóðum uppá persónulega þjónustu og höfum öryggið alltaf í fyrsta sæti.

Móttakan okkar er 12 km í austur frá Jökulsárlóni og það eru 65 km frá Hala að Höfn.

 

 

Þegar kúabúið var á Hala þá voru um 100 nautgripir í húsinu og þar af voru um 30 mjólkandi kýr. Á Hala hefur alltaf verið búskapur en þar eru líka kindur, hestar, bleikjueldi og áður fyrr var loðdýrabúskapur. 

 

Það er margt hægt að gera á Hala og þar finnst fólki gott að vera.
Hér er hægt að fara inn á heimasíðu Þórbergsseturs, Hali Country Hotel og Skyrhúsið Gistiheimili.