fbpx
Námskeið

Námskeið

Námskeið hjá Glacier Adventure

Glacier Adventure býður upp á námskeið fyrir þá sem vilja öðlast AIMG réttindi og/eða bæta færni sína til að leiðsegja á íslenskum jöklum.  Um er að ræða Jökla 1 / Hard Ice 1 námskeið. Undirbúningsnámskeið fyrir Jökla 1 / Hard Ice 1 og undirbúnings námskeið fyrir þá sem ætla að klára Jökla 2 og Jökla 3.  Glacier Adventure býður upp á einstaka þjálfunar aðstöðu innanhúss og tækifæri fyrir þáttakendur að fylgja eftir reyndum jöklaleiðsögumönnum í ferðum fyrir þá sem klára námskeið hjá Glacier Adventure.  Glacier Adventure hefur einnig útbúið aðgengileg Jökla 1 kennslumyndbönd þar sem farið er yfir helstu tæknilegu þætti námskeiðsins. Hér að neðan eru yfilir yfir námskeið Glacier Adventure sem og alla þær viðbætur sem fylgja þeim.  Námskeiðin eru kennd af  viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumönnum sem hafa réttindi til að útskrifa nemendur með Jökla 1 / Hard Ice 1 réttindi.  Réttindin veita nemendum leyfi til að leiðsegja á skriðjöklum á Íslandi undir handleiðslu yfirleiðsögumanns eða reyndum jöklaleiðsögumanni.  Námskeiðin fara fram í Jökla- og Fjallasetri Glacier Adventure á Hala í Suðursveit.  Á námskeiðunum er reynt að fara á mismunandi skriðjökla á hverjum námskeiðsdegi.  Hægt er að finna mismunandi gisti möguleika á Hala í Suðursveit, svo sem hjá Skyrhúsinu og gistiheimilinu Hala.

 

pre-course for Hard Ice 1

Jökla 1 / Hard Ice 1

Viðbót við Jökla 1 / Hard Ice 1

Hard Ice undirbúiningur og tækni- þjálfun

25-28 Feb 21
8-11 Apr 21
4-7 Maí 21 ( Stelpur )
3-6 Jún 21
See details
24 Feb 21
7 Apr 21
3 Maí 21
2 Jún 21
See details
Verður tilkynnt þegar AIMG kynnir námsáætlun sína

See details

 

 

Kennslu myndbönd í boði Glacier Adventure

Slóð inn á kennslumyndbönd
See details

 

Hvernig skrái ég mig ?

Fyrir frekari og nákvæmari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við okkur á  netfangið [email protected]