fbpx
Jökla 1 fornámskeið (viðbót við Jökla 1)

Jökla 1 fornámskeið

 

Jökla 1 / Hard Ice 1 fornámskeið tryggir að þú fáir sem mest út úr Jökla 1 námskeiðinu. Á þessu 1 dags fornámskeiði verður farið yfir grunnþekkingu í tengslum við línuvinnu sem og sig og línuklifur ( Júmma ). Þetta gerir þér kleift að einbeita þér meira að því að standa þig á ísnum í staðinn fyrir að reyna að muna hvernig á að binda ákveðna hnúta, eða vefja prússik.

Upplýsingar um námskeið

Heiti námskeiðs: Jökla 1 fornámsleið (viðbót við Jökla 1)
Dagsetningar: Sjá viðburðardagatal GA
Kostnaður: 10.000 kr
Fjöldi: 6 (lágmark 4)
*Flest stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Eitt aðal áhyggjuefnið vegna Jökla 1 er að 4 daga námskeiðið er of stutt til að nemendur fái tíma til að meðtaka og læra mikilvæga þætti námskeiðsins. Þetta getur sérstaklega átt við þá nemendur sem ekki hafa tæknilega þekkingu (hnúta, línuvinnu osfrv.). Til að taka á þessum vanda höfum við bætt við valfrjálsu (en mjög svo mælt með) 1 dags fornámskeiði sem miðar að því að byggja upp grunn tækni.

Yfirlit námskeiðsins

Hnútar (8 hnútur, yfirhandarhnútur
hestahnútur/skutulsbragð og ítalskt bragð)
Akkeri, hnútar í aðal akkeris punkt
Grunnatriði í sigi og línuklifri ( Júmma )

Þarfur búnaður

Þegar þú skráir þig á námskeiðið færðu lista yfir nauðsynlegan búnað. Ef þú ert forvitinn um búnaðinn, ekki hika við að senda okkur tölvupóst og spyrja okkur um það áður en þú skráir þig. Glacier Adventure getur útvegað búnað, svo sem jöklabrodda, gönguskó, slinga/borða, prússika, ísskrúfur og annan tæknilegan búnað.

Gisting
Það eru margir möguleikar á gistingu á svæðinu. Við mælum með Skyrhúsinu eða gistiheimilinu Hala. Glacier Adventure getur aðstoðað við að finna gistingu ef þörf krefur.
*Við bjóðum hvorki uppá akstur né mat.

Afhverju að velja námskeið hjá Glacier Adventure?

Við bjóðum upp á einstaka þjálfunar aðstöðu innanhúss í Jökla- og fjallasetri Glacier Adventure.  Þú munt einnig fá tækifæri að fara í ferð með reyndum jöklaleiðsögumönnum og sjá hvernig dagur í lífi Jöklaleiðsögumanns er. Glacier Adventure hefur einnig útbúið kennslumyndbönd sem nýtast við undirbúning og framhaldsþjálfun leiðsögumanna. Hér getur þú nálgast kennslumyndböndin. Þar sem farið er yfir helstu tæknilegu þætti námskeiðsins.  Námskeiðin eru kennd af viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumönnum sem hafa réttindi til að útskrifa nemendur með Jökla 1 / Hard Ice 1 réttindi.

Hafa Samband

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

 

Hard Ice Pre-course

 

Hard Ice Pre-course