fbpx
Jökla 2 & 3 undirbúningur

Jökla 2 & 3 undirbúningur

Jökla 2 & 3 undirbúningur

Þetta námskeið er hannað fyrir nemendur sem eru að fara taka Jökla 2 & 3 og þá sem þegar hafa tekið þessi námskeið og vilja styrkja tækniþekkingu sína.  Við munum fara yfir tæknilega hluti eins og sprungubjörgun með mismunandi einstefnulokum, sem leiðir til árangursríkari björgunar og ísklifurferða sem og tækni til að auðvelda okkur ferðalög í tæknilega flóknu landslagi jökla.  ( Fastar línur, short roping, body belays o.s.frv. Við munum einnig leggja áherslu á að bæta ísklifurtækni þína svo þú getir leiðbeint viðskiptavinum þínum enn betur.

Upplýsingar um námskeiðið

Heiti námskeiðsins: Jökla 2 & 3 undirbúningur og tækniþjálfun.
Dagsetning: Sjá viðburðardagatal GA
Kostnaður: 75.000 kr
Fjöldi: 6 (lágmark 4)
*Flest stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði

Fyrir hvern er þetta námskeið?

Ert þú upprennandi Jökla 2 eða 3 nemi eða hefur nú þegar lokið við Jökla 2 og vilt styrkja færni þína áður en þú heldur áfram í Jökla 3? Á þessu námskeiði verður farið yfir efni úr Jökla 2 og 3 með áherslu á að undirbúa þig betur fyrir AIMG prófin.

Hard Ice Course Iceland AIMG

Yfirlit námskeiðsins:

Skilvirk og hröð sprungubjörgun með PCD (Micro Traction eða einhverju svipuð)
Ísklifurtækni fyrir leiðsögumenn (A-Frame)
Ísklifurferðatækni (Top Rope og Lowering)
Block og Tackle
Leiðarvalstækni (stuttvaðstækni/short roping, body belays).

Forkröfur

Jökla 1 eða Hard Ice 1 course

Þarfur búnaður

Þegar þú skráir þig á undirbúningsnámskeið færðu lista yfir nauðsynlega búnað. Ef þú ert forvitinn um búnaðinn, ekki hika við að senda okkur tölvupóst og spyrja okkur um það áður en þú skráir þig. Glacier Adventure getur útvegað búnað, svo sem jöklabrodda, gönguskó, slinga/borða, prússika, ísskrúfur og annan tæknilegan búnað.

Gisting

Það eru margir möguleikar á gistingu á svæðinu. Glacier Adventure getur aðstoðað við að finna gistingu ef þörf krefur.
* Við bjóðum hvorki uppá akstur né mat.

Hard Ice Course Iceland AIMG

Afhverju að velja námskeið hjá Glacier Adventure?

Glacier Adventure býður upp á einstaka þjálfunar aðstöðu innanhúss í Jökla- og fjallasetri Glacier Adventure.  Þú munt einnig fá tækifæri  að fara í ferð með reyndum jöklaleiðsögumönnum og sjá hvernig dagur í lífi jöklaleiðsögumanns er.  Glacier Adventure hefur einnig útbúið kennslumyndbönd sem nýtast við undirbúning og framhaldsþjálfun leiðsögumanna. Hér getur þú nálgast kennslumyndböndin. Þar sem farið er yfir helstu tæknilegu þætti námskeiðsins.  Námskeiðin eru kennd af viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumönnum sem hafa m.a réttindi til að útskrifa nemendur með Jökla 1 / Hard Ice 1 réttindi.

Contact us

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

 

Hard Ice Course Iceland AIMG

 

 

Hard Ice Course Iceland AIMG