fbpx
Jökla 1 - Hard Ice

Jökla 1

Yfirlit námskeiðsins

Þetta er einstakt og krefjandi 4 daga (40 klukkustunda) námskeið, með valfrjálsum viðbótardegi til að styrkja grunnfærni, og veitir góða undirstöðu fyrir leiðsögumenn til að hefja leiðsagnarferil sinn. Þetta námskeið byggir á stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG (Association of Iceandic Mountain Guides). Skráning á námskeið mun einnig veita nemendum aðgang að þjálfunarmyndböndum þar sem farið er yfir efni eins og sprungubjörgun, sig og línuklifur. Í framhaldi af því að hafa lokið námskeiðinu, fá nemendur tækifæri til að fylgja eftir jöklaleiðsögumanni frá Glacier Adventure í ferð með gestum.

Afhverju að velja námskeið hjá Glacier Adventure?

Glacier Adventure býður upp á einstaka þjálfunar aðstöðu innanhúss í Jökla- og fjallasetri GA.  Nemendur sem klára námskeið munu fá tækifæri á að koma í ferð með reyndum jöklaleiðsögumanni og kynnast þannig hvernig dagur í lífi jöklaleiðsögumanns er.  Glacier Adventure hefur einnig útbúið kennslumyndbönd sem nýtast við undirbúning og framhaldsþjálfun leiðsögumanna. Hér getur þú nálgast kennslumyndböndin. Þar sem farið er yfir helstu tæknilegu þætti námskeiðsins.  Námskeiðin eru kennd af viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumönnum sem hafa réttindi til að útskrifa nemendur með Jökla 1 / Hard Ice 1 réttindi.

Hvernig skrái ég mig ?

Fyrir frekari og nákvæmari upplýsingar vinsamlegast hafðu samband við okkur á  netfangið [email protected]

Upplýsingar um námskeið

Heiti námskeiðsins: Jökla 1
Dagsetningar: Sjá viðburðardagatal GA
Kostnaður: 99.000 kr
Fjöldi: 6 (lágmark 4)
*Flest stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði

 

Fyrir hverja?

Þetta námskeið getur þjónað bæði þeim sem hafa áhuga á jöklaleiðsögn og þeim sem vilja læra meira, þekkja og meta hættur á jökli.  Námskeiðið er kennt eftir stöðlum Félags Fjallaleiðsögumanna á Íslandi, AIMG. Glacier Adventure leggur sig fram við að veita þér bestu kennslu sem mögulegt er og höfum við því bætt við valfrjálsum viðbótardegi sem verður nýttur til að styrkja þá grunntækni sem krafist er fyrir Jökla 1. Þú munt einnig fá tækifæri á að fylgja eftir einum af okkar jöklaleiðsögumönnum í ferð með gestum, að loknu námskeiði.

YFIRLIT NÁMSKEIÐSINS:

Leiðarval
Samskipti við gesti
Hópstjórnun
Grunn línuvinna
Sprungubjörgun
Ísklifur


Forkröfur

Gerð er krafa að nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu námskeiði hafi einhverja reynslu af klifri eða ferðast í fjallendi/jöklum. Þetta þýðir að nemendur hafa þekkingu á jöklabroddum og hvernig á að nota þá sem og nokkurn grunn hnútum.  Nemendur eru hvattir til að halda dagbók yfir reynslu sýna á jöklum og fjöllum og senda leiðbeinendum sýnum fyrir námskeiðið.

 Aukadagur þjálfunar (valfrjáls viðbót):

Við hjá Glacier Adventure vitum að 4 dagar virðast of lítill tími til að gleypa alla þær upplýsingar sem hent verða að þér á meðan á námskeiðinu stendur. Þessa vegna höfum við bætt valfrjálsum viðbótardagi til að styrkja grunnfærni þína fyrir Jökla 1. Nokkur af viðfangsefnunum eru hnútar (áttuhnútur, yfirhandarhnútur, hestahnútur/skutulsbragð og ítalskt bragð), akkeri, hnútar í aðal akkerispunkt, svo og að læra grunnatriði í sigi og línuklifri. Þetta gerir þér kleift að einbeita þér meira að því að standa þig á jöklinum.

Færnismat:

Geta nemenda í helstu atriðum er metin á meðan námskeiðinu stendur. Uppbyggilegar og raunhæfar ábendingar eru gefnar af leiðbeinendum í enda námskeiðs og eftir hvern dag sé þess þörf.

Búnaður:

Þegar þú skráir þig á námskeiðið færðu lista yfir nauðsynlega búnað. Ef þú ert forvitinn um búnaðinn, ekki hika við að senda okkur tölvupóst og spyrja okkur um það áður en þú skráir þig. Glacier Adventure getur útvegað búnað, svo sem jöklabrodda, gönguskó, slinga/borða, prússika, ísskrúfur og annan tæknilegan búnað.

Gisting:

Það eru margir möguleikar á gistingu á svæðinu.  Við viljum benda á Skyrhúsið og gistiheimilið Hala.  Glacier Adventure getur aðstoðað við að finna gistingu ef þörf krefur.
* Við bjóðum hvorki uppá akstur né mat

 

 

 

Jokla/Hard Ice 1 námskeið fyrir jöklaleiðsögumenn

 

Jokla/Hard Ice 1 námskeið fyrir jöklaleiðsögumenn

Hafa Samband

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.