Jökulsárlón


Jökulsárlónið er ein sú náttúruperla Íslands sem margir heimsækja á ári hverju. Við erum heppin að hafa Jökulsárlónið nánast í bakgarðinum, en það tekur aðeins 10 mínútur að keyra þangað frá móttökunni okkar á Hala.

 

Lónið fer ekki framhjá neinum sem keyrir þar framhjá, nema það sé kannski svarta þoka. Jakarnir fljóta um á lóninu og eru af öllum stærðum og gerðum. Sumir þeirra eru hvítir og bjartir meðan aðrir eru svartir og þaktir ösku, leir og sandi.

 

Jökullinn sem myndar lónið sjálft heitir Beiðamerkurjökull. Breiðamerkurjökull er skriðjökull út frá Vatnajökli, en allt er þetta hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Til að skilja hvað skriðjökull er þá geturu ímyndað þér að lokaði hnefinn þinn sé Vatnajökull sjálfur, ef þú teygir úr einum fingri myndi það tákna skriðjökul, t.d. Breiðarmerkurjökul. Vatnajökull er með yfir 40 „fingur“, sem þýðir að þegar þú sérð Breiðamerkurjökul, þá sérðu bara lítinn hlut af heildarmyndinni sem er Vatnajökull og skriðjöklar hans. Þrátt fyrir að jökullinn sé að hopa síðan snemma á 20. öld, nær Vatnajökull enn yfir 8% af Íslandi og er stærsti jökull Evrópu.

 

 

Til þess að jökulvötn geti myndast þá þurfa nokkur atriði að eiga sér það. Í fyrsta lagi þarf að vera vaxtarskeið þar sem skriðjöklarnir sækja fram og mynda þannig djúpa skurði og lón. Þetta gerðist síðast nokkur hundruð árum eftir landnám Íslands,um það bil 1300 til 1900. Á þeim tímapunkti, þegar jökullinn náði sínu hámarki, þá lá stór hluti hans grafin niður í jörðina, það rými fylltist svo af vatni við bráðnun og hopun jökulsins. Flest jökullón á Íslandi myndast við bráðnun á jöklinum sjálfum, en það er örðuvísi með Jökulsárlónið þar sem sjórinn er einnig að fylla í þetta hol sem jökullinn skyldi eftir. Jökulsáin er orðin það stutt að það gætir flóðs og fjöru í lóninu og sjór flæðir inn í lónið.  Frábær leið til að læra meira um þetta ferli er að skoða þennan bækling; Lifandi kennslustofa  í loftslagsbreytingum

 

 

 

 

Í ferðunum höfum við stundum geta farið að stálinu á Breiðamerkurjökli og séð þegar jökullin kelfir í lónið. Það geta orðið miklar drunur þegar stór stykki brotna úr jöklinum og það er mikilfengleg sjón.

Jökulsárlónið er dýpsta vatn Íslands eftir framhlaup jökulsins árið 2009, fram að því var Öskjuvatn dýpsta vatn landsins.

Ísjakarnir sem fljóta í lóninu geta verið gríðarlega stórir; það er gott að muna að við sjáum aðeins 10% af þeim! Frá Jökulsárlóni má einnig sjá Öræfajökul og þar er hæsti tindur landsins, Hvannadalshnúkur sem er 2.110m hár.

 

Ísjakarnir eru á stöðugri hreyfingu og þessi hreyfing stafar af vindi og breytingum á sjávarföllum. Það er hægt að sjá mikinn mun á lóninu dag frá degi, jakarnir hreyfast til og frá og þar sem þeir fljóta flest allir þá velta þeir sér um með miklum látum. Þegar jaki hefur velt sér þá má sjá fallegann bláann lit á ísnum sem var ofan í lóninu, eftir nokkra klukkutíma þá hefur sólin náð að spengja ysta lagið og ísinn virðist hvítur.

 

Jökulsárlón og ísjakarnir renna í Atlantshafið. Sumir jakarnir enda á svörtu ströndinni, en sú fjara er kölluð af ferðamönnum „The Diamond Beach“ eða Demantaströndin en heitir með réttu Eystri-Fellsfjara.

 

Diamond Beach Glacier Lagoon Iceland

 

Hægt er að heimsækja Jökulsárlónið allan ársins hring þar sem hægt er að sjá  ísjakana fljóta um og oft er hægt að sjá forvitna seli synda þar og stinga upp kollinum eða slaka á ofan á jökunum. Til viðbótar við selinn er hægt að sjá margar tegundir fugla, t.d. Kríu, Kjóa, Helsingja og fjölda gæsategunda. Strendur Jökulsárlóns eru mikilvæg ræktunarsvæði fyrir þessar og aðrar fuglategundir, en þeir nærast á fisknum úr lóninu.

Við mælum með skemmtilegri gönguleið milli Jökulsárlóns og Fjallsárlóns, en það er bæði falleg gönguleið og í ógleymanlegu umhverfi. Gönguleiðin liggur meðfram þrem jökullónum, Jökulsárlóni, Breiðárlóni og Fjallsárlóni. Hægt er skoða göngukortið hér.

 

 

Oft er hægt að koma auga á seli synda við jakana og sérstaklega þar sem Jökulsá rennur út úr Jökulsárlóni. Selirnir eru oft í sólbaði á ísjökunum, þannig að ef þú ert þarna á sólríkum degi skaltu sjá hvort þú komir ekki auga á seli í sólbaði á fljótandi ísjaka!

 

Jökulsárlón er einnig vinsæll staður til að heimsækja á veturnar, sérstaklega fyrir ljósmyndara sem vilja ná myndum af norðurljósunum. Staðurinn er eins og segull fyrir fólk með myndavélar og þrífót, enda ekki að ástæðalausu!

 

 

 

Þetta er einnig vinsæll staður til að taka upp kvikmyndir og hefur komið fram í mörgum myndum, sjónvarpsþáttum og jafnvel tónlistamyndböndum.

 

Diamond Beach Glacier Lagoon Iceland

 

Það besta við Jökulsárlónið, er að það er aldrei eins, hver heimsókn er einstök.

Eins og áður hefur komið fram er Jökulsárlón aðeins í 10 mínútna fjarlægð frá móttökustað Glacier Adventure, svo þú getur heimsótt lónið annað hvort fyrir eða eftir ferðirnar okkar. Þetta er fullkominn staður til að stoppa við og slaka á áður en þú heldur ferðalagið áfram.

Diamond Beach Glacier Lagoon Iceland Jökulsárlón

Endilega hafði samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna; [email protected]