Íshellaferð með Glacier Adventure
Íshellaferðin hefst á Hala þaðan sem farið er á 4×4 súper jeppum að rótum Vatnajökuls með leiðsögn AIMG Jöklaleiðsögumanns. Í þessari einstöku jöklaferð upplifum við töfrandi bláma jökulíssins. Við fræðumst um undur Vatnajökuls, jarðmyndanir, breytingar á jöklinum vegna loftlagsbreytinga, sögu Suðursveitar og nærsvæðis. Íshellaferðin er ætluð þeim sem vilja heimsækja og skoða náttúrulegan íshelli, ná góðum myndum og búa til ógleymanlegar minningar.
Íshellaferðin er auðveld, 30 – 40 mínútna ganga er að íshellinum frá bílastæðinu ( um 1,5 km ). Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm þar sem gengið er um grófan slóða að jöklinum. Hægt er að leigja gönguskó hjá Glacier Adventure fyrir 1.000.- kr.
Íshellaferðin tekur um 2,5 – 3,5 klst og er hámarksfjöldi 12 manns á hvern leiðsögumann. Aldurstakmark er 8 ár. Stoppað er í hellinum í 40 – 60 mínútur. Í þessari íshellaferð munum við að öllum líkindum ekki fara í jöklagöngu, fyrir þá sem vilja sameina jöklagöngu og íshellaferð bendum við á combo ferðina okkar.
Að lokinni ferð er tilvalið að nýta sér aðstöðu Glacier Adventure í Fjóshlöðunni þar sem hægt er að borða nesti, drekka heitt kakó og fara í pílukast, kubb og lita á fjörugrjót svo eitthvað sé nefnt. Þetta er tilvalið tækifæri til að skapa góðar minningar með fjölskyldunni. Sannkölluð fjölskylduferð.
Íshellaferðir eru orðnar mjög vinsælar og því getur Glacier Adventure ekki ábyrgst að við verðum ein í íshellinum þegar hann er skoðaður. Við reynum hinsvegar að leita allra leiða til að skoða íshellinn á meðan sem fæstir eru í honum.
Read MoreÁ hverju hausti fara leiðsögumenn Glacier Adventure að leita að íshellum. Þetta er oft skemmtilegasti partur af starfi leiðsögumanns, að finna svona mikla fegurð sem tug þúsundir manns eiga eftir að skoða og njóta. Íshellarnir sem Glacier Adventur finnur og notar eru allir skapaðir af náttúrunnar hendi. Við munum alltaf velja öruggasta og fallegasta íshellinn sem völ er á hverju sinni. Þetta getur haft áhirf á aksturstíma að íshellinum. Oftast keyrum við í um 25 – 35 mínútur í 4×4 súper jeppum og svo er gengið í um 30 – 40 mínútur um grófa gönguslóða að íshellinum ( u.þ.b. 1,5 km ).
Móttaka Glacier Adventure er á Hala í Suðursveit sem er eingöngu 13 km austur af Jökulsárlóni og Demants Ströndinni ( Fellsfjöru )
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala í boði Glacier Adventure. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
Hvenær: 1. okt – 15. apríl
Aldurstakmark: 8 ára
Upphafsstaður: Hali í Suðursveit
Lengd ferðar: 2,5-3,5 klst
Ganga: Ganga þarf um 2 km í ferðinni
Erfiðleikastig: Auðveld
Hópastærð: 12
VINSÆL & FJÖLSKYLDUVÆN FERÐ
-Leiðsögn með leiðsögumanni
-Allur nauðsynlegur jöklabúnaður
-Jeppaferð að íshellinum frá Hala
-Jeppaferð frá íshellinum að Hala
-Cozy heit í hlöðunni á Hala, þar er líka svið ef fólk vill stíga á stokk og skemmta sér og samferðafólki sínu
-Lítill bakpoki sem dugar undir aukaföt og nesti
-Góðir gönguskór, best að vera búin að ganga þá til
-Hægt er að leigja skó hjá Glacier Adventure fyrir 1.000.-
-Innsta lag úr ull (fer eftir veðri en gott að hafa það með)
-Peysa úr ull eða flís
-Göngubuxur
-Primaloftjakki
-Ef rignir ysta lag, regn/vindeldur jakki og buxur, goretex
-Hægt er að leigja regnfatnað hjá Glacier Advenure fyrir 1.000.-
-Góðir göngusokkar
-Göngustafir fyrir þá sem það vilja
-Sólgleraugu + Sólarvörn
-Hælsærisplástur
-Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðann pappír
-Hanskar, Húfa og eða buff
Gott að hafa í huga
Mæting er 20 mínútum fyrir brottför í móttökuna á Hala fyrir þessa jöklaferð. Íshellaferðin er metin auðveld, 1,5 gönguskór af 5 mögulegum. Glacier Adventure mælir með gistingu á Hala svo sem Skyrhúsinu eða Hala Country Hotel. Gestum er bent á að kynna sér vel færð á vegum áður en ferðast er um Ísland að vetrarlagi. Hægt er að finna allar upplýsingar um færð á www.vegagerdin.is og um veður á www.vedur.is
Íshellaferðir og jöklagöngur þarf stundum að aflýsa með stuttum fyrirvara til að tryggja öryggi gesta og leiðsögumanna. Þetta er oftast gert vegna slæms veðurs eða aðstæðna á jökli eða í íshelli. Ef Glacier Adventure aflýsir íshellaferð vegna þessara þátta endurgreiðir félagið að fullu íshellaferðina.
Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu. Allar jöklaferðir eru á ábyrgð þátttakenda.
View photos of the tour
What are people saying
A must do!
View reviews on TripadvisorOne of the highlight of the trip… Fantastic experience!Lauren
-
WE ARE AUTHORIZED TOUR OPERATOR
Glacier Adventure has a licence provided by Icelandic tourist board to function as a tour operator.