fbpx

Illikambur í Lónsöræfum

Skutl inn að Illakamb í Lónsöræfum

Illikambur Lónsöræfi- Skutl og trúss

Glacier Adventure opnar leiðina fyrir þig inn í Lónsöræfi með því að bjóða upp á skutl og trúss inn að Illakamb.  Lónsöræfi er paradís gönguhópsins, þau bjóða þér og þínum að njót góðra stunda með vinum og fjölskyldu í einstakri náttúru óbyggðanna.

Til að keyra upp að Illakamb þarf að þvera Skyndidalsá, sem oft er illvíg að komast yfir nema á mjög breyttum jeppum.  Lónsöræfi er fríðlýst svæði og eitt af stærstu verndarsvæðum landsins.   Þegar komið er inn að Illakambi blasa við háir fjallgaðar, þar sem fjöll eru víða yfir 1.000 m há.  Helst ber að nefna hæsta tindinn Grendil sem er 1570 m og Sauðhamarstind sem er 1319 m.  Víða sést til Snæfells ( 1833 m ) frá Lónsöræfum.

BÓKA FERÐ – [email protected]

Glacier Adventure mælir með leiðsögn með heimamönnum þegar gengið er um Lónsöræfi.  Hægt er að hafa samband við Gunnlaug B Ólafsson til að fá nánari upplýsingar um leiðsögn á netfangið [email protected]

Á nægu er að taka fyrir gönguþyrstan göngugarpinn í Lónsöræfum. Glacier Adventure mælir með að hópurinn gisti í a.m.k þrjár nætur í Múlaskála og njóti þess að skoða svæðið í ró og næði.

Að ganga Gjögrið er einstaklega skemmtileg gönguleið, þó ekki fyrir lofthrædda.  Gönguleiðin er ein af þeim fyrstu sem Glacier Adventure mælir með að gengin sé inn í Lónsöræfum.   Leiðin er beint fyrir ofan Múlaskála og henntar vel sem kvöldganga fyrsta daginn eftir að komið í Múlaskála.

Að ganga um Víðibrekkusker er einstaklega falleg dags ganga þar sem jarðmyndanir og litadýrð njóta sín í botn.  Þessi megin eldstöð í Lónsöræfum er á bilinu 5 – 7 milljón ára gömul.  Landslagið er bæði stórbrotið og um leið aðeins krefjandi, þó ekki um of.

Víðidalur er dalur þar sem síðast var búið 1897.  Ótrúlegt er að á þessum tíma hafi verið föst búseta í Lónsöræfum.  Bæjarstæðið Grund er í um 400 m yfir sjávarmáli og má segja að ótrúlegt sé að þar hafi verið búið áður en tækniframfarir áttu sér stað.  Við mælum með að annaðhvort nota heilan dag í að ganga og skoða Víðidal og menjarnar sem þar er að finna eða skoða dalinn á leiðinni til baka eftir að hafa gengið Tröllakrókana og að Eigilsseli.

Tröllakrókar og Egilssel er heils dags ganga út frá Múlaskála í Lónsöræfum.  Tröllakrókar skera sig úr í umhverfinu þar sem þessir einstöku móbergshamrar stara í vestur á Vatnajökul með ögrandi hugarfari.  Fara þarf um Tröllakróka með aðgát þar sem það eru snar brattir móbergs hamrar.  Eiglssel er skáli Héraðsmanna og vert er að líta við þar og skrifa sig í gestabók skálans áður en haldið er til baka heim í Múlaskála

Múlaskáli í Lónsöræfum var byggður 1984 og hýsir allt að 30 manns.  Frá Illakambi er u.þ.b 40 mínútna gangur að skálanum.  Við mælum með að gönguhópar hafi samband við Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu til að bóka gistingu í Múlaskála inn við Kollumúla.

 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure

Hvenær: 1. maí – 15. September
Upphafsstaður: Samkvæmt samkomulagi
Tegund ferðar: Skutl og trúss
Lengd: Fer eftir brottfararstað
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hópastærð: 8 – 80 gestir
Brottför: Þegar hópnum hentar

-Akstur til og frá Illakambs í Lónsöræfum
-Jeppaferð á breyttum jeppa
-Ráðgjöf og þjónusta fyrir ferðina
-Við mælum með leita leiðsagnar heimamanna og senda póst á [email protected]

-Bakpoki sem dugar undir aukaföt og nesti, 28L +
-Góðir gönguskór, best að vera búin að ganga þá til
-Innsta lag úr ull (fer eftir veðri en gott að hafa það með)
-Peysa úr ull eða flís
-Göngubuxur
-Primaloftjakki
-Ysta lag, regn/vindeldur jakki og buxur, goretex
-Góðir göngusokkar, oft gott að hafa 2 auka pör af sokkum í bakpokanum
-Göngustafir fyrir þá sem það vilja

-Nesti fyrir dvölina í Lónsöræfum og vatnsbrúsi
-Sólgleraugu og sólarvörn
-Hælsærisplástur
-Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðann pappír
-Húfa og eða buff

Gott að hafa í huga

Mæting er 20 mínútum fyrir brottför á fyrirfram ákveðnum móttökustað. Hægt er að gista víða í Lóni og bendum við gestum okkar á að velja heimamenn í Lóni sem bjóða upp á gistingu. Einnig er hægt að gista á tjaldstæðinu í Stafafelli.  Á öllum þessum stöðum er hægt að gista áður en ferðin inn að Illakambi hefst og að ferð lokinni.

Að ganga inn í Lónsöræfum í 3 – 4 daga getur verið krefjandi og er svæðið metið 2,5 – 3 gönguskór fyrir flesta.  Glacier Adventure mælir með því að leita leiðsagnar heimamanna til að gera upplifun hósins þíns ógleymanlega.  Hægt er að hafa samand við Gunnlaug B. Ólafsson á netfangið [email protected] til að fá frekari upplýsingar.   Gestum er bent á að kynna sér vel færð á vegum áður en ferðast er um Ísland.  Hægt er að finna allar upplýsingar um færð á www.vegagerdin.is og um veður á www.vedur.is

Trúss og skutli þarf stundum að aflýsa með stuttum fyrirvara til að tryggja öryggi gesta og bílstjóra.  Þetta er oftast gert vegna slæms veðurs eða vegna þess að mikill vöxtur er í jökulám.  Ef Glacier Adventure aflýsir trússi og skutli vegna þessara þátta endurgreiðir félagið að fullu þegar greidda ferð.

Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu.

View photos of the tour

 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure
 • Lónsöræfi Trúss, Skutl að Múlaskáli og Illikamb með Glacier Adventure

Tell Your Friends

What are people saying

5

A must do!

Glacier Adventures tours allows you to visit some of Iceland’s most stunning places Jim Cook
View reviews on Tripadvisor

looking for something else