Íshellaferð og jöklaganga
Hópar fá afslátt á Íshellaferð og jöklagöngu, sendið okkur tölvupóst á [email protected] fyrir frekari upplýsingar
Í þessari Combo jöklaferð er farið í jöklagöngu og bláan íshelli. Við bjóðum þessa jöklagöngu og íshellaferð í sama pakka þar sem aðgengi að íshellum getur verið erfitt því íshellar myndast á krefjandi stöðum. Hámarksfjöldi í þessa ferð er 8 manns og aldurstakmark er 16 ár.
Íshellaferðin hefst frá móttöku okkar á Hala í Suðursveit. Þar fer AIMG jöklaleiðsögumaður yfir ferðatilhögun allar öryggisreglur og útvegar allan öryggisbúnað sem er nauðsynlegur þegar gengið er á Breiðamerkurjökul, einn stærsta skriðjökul Vatnajökuls.
Frá Hala keyrum við á breyttum super jeppum að jöklinum á slóða sem heitir Þröng. Á leiðinni munum við sjá hinn mikilfenglega Öræfajökul sem og Breiðamerkurjökul.
Að lokinni ferð er tilvalið að nýta sér aðstöðu Glacier Adventure í Fjóshlöðunni þar sem hægt er að borða nesti, drekka heitt kakó fara í pílukast og kubb svo eitthvað sé nefnt.
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala með okkur. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
Read MoreAIMG Jöklaleiðsögumaðurinn ákveður hvort öruggt þyki að fara í ferðina út frá veðri og aðstæðum inn við jökul og íshelli. Ef aflýsa þarf íshellaferðinni vegna veðurs eða annarra aðstæðna er hún endurgreidd að fullu. Íshellaferðin getur tekið á bilinu 5 – 6 klst. Móttökustaður Glacier Adventure er á Hala í Suðursveit sem er 13 km austan við Jökulsárlón. Íshellaferðin og jöklagangan er leiðsögð af viðurkenndum AIMG jöklaleiðsögumanni. Keyrsla að jökuljaðri getur tekið 25 – 30 mínútur og gangan að jökli getur tekið um 20 – 30 mínútur. Hafa ber í huga að gengið er á grófum stígum, grjóti, möl og jökli.
Íshellaferðir eru mjög vinsælar og því getur Glacier Adventure ekki ábyrgst að við verðum ein í íshellinum þegar hann er skoðaður. Við reynum hinsvegar að leita allra leiða til að skoða íshellinn á meðan sem fæstir eru í honum.
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala með okkur. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
Hvenær: 1. okt – 15. apríl
Aldurstakmark: 16 ára
Upphafsstaður: Hali í Suðursveit
Lengd ferðar: 5-6 klst
Ganga: 6 km
Erfiðleikastig: Miðlungs
Hópastærð: 8
VINSÆL & FJÖLSKYLDUVÆN FERÐ
-Leiðsögn með leiðsögumanni
-Allur nauðsynlegur jöklabúnaður
-Jeppaferð að íshellinum frá Hala
-Jeppaferð frá íshellinum að Hala
-Cozy heit í hlöðunni á Hala, þar er líka svið ef fólk vill stíga á stokk og skemmta sér og samferðafólki sínu
-Lítill bakpoki sem dugar undir aukaföt og nesti
-Góðir gönguskór, best að vera búin að ganga þá til
-Hægt er að leigja skó hjá Glacier Adventure fyrir 1.000.-
-Innsta lag úr ull (fer eftir veðri en gott að hafa það með)
-Peysa úr ull eða flís
-Göngubuxur
-Primaloftjakki
-Ef rignir ysta lag, regn/vindeldur jakki og buxur, goretex
-Hægt er að leigja regnfatnað hjá Glacier Advenure fyrir 1.000.-
-Góðir göngusokkar
-Göngustafir fyrir þá sem það vilja
-Sólgleraugu + Sólarvörn
-Hælsærisplástur
-Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðann pappír
-Hanskar, Húfa og eða buff
Good to know
Mæting er 20 mínútum fyrir brottför í móttökuna á Hala fyrir þessa Combo jöklaferð. Íshellaferðin er metin auðveld, 2,5 gönguskór af 5 mögulegum. Glacier Adventure mælir með gistingu á Hala svo sem Skyrhúsinu eða Hala Country Hotel. Gestum er bent á að kynna sér vel færð á vegum áður en ferðast er um Ísland að vetrarlagi. Hægt er að finna allar upplýsingar um færð á www.vegagerdin.is og um veður á www.vedur.is
Íshellaferðir og jöklagöngur þarf stundum að aflýsa með stuttum fyrirvara til að tryggja öryggi gesta og leiðsögumanna. Þetta er oftast gert vegna slæms veðurs eða aðstæðna á jökli eða í íshelli. Ef Glacier Adventure aflýsir íshellaferð vegna þessara þátta endurgreiðir félagið ferðina að fullu.
Við ráðleggjum öllum okkar viðskiptavinum að vera með ferðatryggingu. Allar jöklaferðir eru á ábyrgð þátttakenda.
Photos from earlier Ice Caves (It´s an ever changing glacier and we find new ones every year)
What are people saying
A perfect day in the ice caves!
View reviews on TripadvisorAn amazing experience! From start to finish, the entire tour experience was efficient, well organized, and incredibly enjoyable!Bailey B