fbpx

Kayak Ævintýri

Kayak Adventure

*Hópar fá afslátt, endilega sendið tölvupóst á [email protected] 

Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna

Þessi ferð er skemmtilegur valkostur fyrir alla sem vilja skemmtilega útiveru og leggja upp í smá ævintýri. Kajakferð með leiðsögn um Breiðarbólsstaðarlónið er upplögð samvera fyrir fjölskyldu og vini. Það þarf ekki að vera með neina reynslu af því að sigla kajak, það verður farið yfir helstu atriðin sem þarf að hafa í huga áður en farið er á lónið.

 

Ferðin byrjar í móttökunni okkar á Hala þar sem þið fáið þann búnað sem til þarf, þurrgalla, vaðskó, björgunarvesti og árar. Þegar allir eru tilbúnir þá er gengið niður að Breiðarbólsstaðarlóni þar sem kajakarnir eru, gangan tekur um 10 mínútur og þegar þangar er komið mun leiðsögumaðurinn fara yfir helstu áratökin og þau grunnatriði sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað.

Það er mikið dýralíf á vorin og sumrin á þessu svæði, krían er mjög áberandi enda á hún varpsvæði þarna nálægt, helsinginn  og grágæsin er mikið á vappi í kringum lónið og skúmurinn er úti á fjöru og það má sjá hann sveima þarna yfir.

Það er siglt á kajökunum yfir lónið og þaðan göngum við niður að fjörunni og stundum má þar sjá seli skjóta upp kollinum og einnig hvali á góðum degi. Það er fallegt útsýnið af fjörunni, Öræfajökull skartar sínu fegursta í vesturátt og þar er tignarlegt Fellsfjallið. Það er mikil gæðastund að róa á lóninu og sérstaklega þegar vel viðrar þá er gott að stoppa á miðri leið og njóta, hlusta á hljóðin í náttúrunni og anda að sér sjávarloftinu.

Við stoppum í smá stund á fjörunni, bökum lummur, fáum okkur heitt kakó og þeir sem vilja geta spilað kubb og eitt af því sem mörgum finnst skemmtilegast er að láta sig fljóta í þurrgallanum í lóninu þar sem það er grunnt.

 

Brottför: 9: 00
Lengd ferðar: 3-4 klst.
Erfiðleikastig: Auðvelt
Aldurstakmark: 6 ára
Fjöldi í ferð: 2 – 8 manns
Hvar byrjar ferðin: Í móttökunni okkar á Hala í Suðursveit

-Leiðsögumaður
-Allur kajakbúnaður
-Þurgalli, björgunarvesti, vaðskór, kajak, árar
-Vettlingar ef þarf
-Heitt kakó og lummur

-Sólgleraugum
-Hlý föt innanundir þurrgallann, flíspeysa, buxur eða ullarföt
-Húfa eða buff
-Gott að vera í hlýjum sokkum

View photos of the tour

Tell Your Friends

What are people saying

5

A must do!

Glacier Adventures tours allows you to visit some of Iceland’s most stunning places Jim Cook
View reviews on Tripadvisor

looking for something else