Sumar ævintýraferð á jökli -jöklaganga og jöklaleiðangur
*Hópar fá afslátt, endilega sendið tölvupóst á [email protected]
Hver er munurinn á sumarævintýraferð á jökli og jöklagöngu?
Í þessari jöklaferð er gengið um stærra svæði á jöklinum en í hefðbundnu jöklagönguferðinni okkar. Við göngum að jökulsporðinum og ef við erum heppin þá kannski sjáum við þegar jakastykki brotna úr jöklinum þar sem þau falla í lónið. Sumarævintýraferðin er dags jöklaganga þar sem við göngum um stórt svæði á jöklinum, sjáum ísgöng, jökulsprungur og þeir sem vilja geta farið í ísklifur. Það þarf ekki að hafa neina reynslu af ísklifri þar sem leiðsögumaður mun kenna þér allt sem þarf. Þessi jöklaferð er lengri en hefðbundin jöklaganga og er eins og lítill jöklaleiðangur.
Á sumrin myndast oft litlir íshellar og ísgöng á jöklinum. Ef við höfum einhver svona spennandi form í jöklinum á okkar svæði munum við sýna þér leyni staðina.
Því miður er engin trygging fyrir því að sjá íshelli eða ísgöng en leiðsögumaðurinn mun gera sitt besta til að sýna þér eitthvað af þessum áhugaverðu myndunum. Jöklaferðin er farin á Breiðamerkurjökli, einum stærsta skriðjökli Vatnajökuls sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðs.
Áður en jöklaferðin hefst færðu allan nauðsynlegan öryggisbúnað, jöklabrodda, sigbelti, hjálm og ísöxi. Mikilvægt er að hafa réttan skófatnað þegar farið er í jökulgöngu. Gönguskór eru í boði til leigu ef þú hefur ekki rétta skóbúnaðinn með þér.
Jöklaferðin hefst í móttöku Glacier Adventure á Hala. Þaðan er keyrt á jeppunum okkar að jökulsvæðinu. Það tekur um það bil 30 mínútur. Frá bílastæðinu er gengið rúman 1 km að jökulsporðinum. Þar er búnaðinn kynntur og farið yfir öryggisreglur sem nauðsynlegt er að þekkja áður en jöklagangan hefst. Þér er kennt hvernig á að festa jöklabroddana á skóna og hvernig á að ganga með þá. Jöklabroddarnir auðvelda jöklagönguna á ísnum svo enginn þarf að hafa áhyggjur af því að renna.
Við eyðum um 4-5 klukkustundum á jöklinum, göngum og skoðum töfrandi heim jökulsins. Mundu að hafa hádegismatinn þinn með þér, við tökum okkur góðan tíma til að setjast niður og njóta í matarpásunni.
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala með okkur. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
Read MoreÍ þessari jöklaferð muntu upplifa einstaka og náttúrulega myndun skúlptúra í jöklinum, til dæmis svelgi, ísgöng, fallega bláa ísveggi og jafnvel litla íshella. Þú kynnist umhverfinu frá staðbundnu sjónarmiði.
Einn sérstæðasti þáttur jöklaferðarinnar er að jökulumhverfið er á stöðugri hreyfingu og breytingum, sem þýðir að enginn jöklaferð er eins og sú næsta. Jökullinn myndar reglulega íshella, blá ísgöng, svelgi og aðra ótrúlegu eiginleika þegar hann bráðnar. Leiðsögumenn okkar munu ákveða hvort einhverjir slíkir íshellar eða göng séu öruggir til að kanna í hvert og eitt skipti og munu reyna að bæta þeim við ferðina sem bónus.
Í þessari jöklaferð eru að hámarki 8 þátttakendur til að tryggja að allir geti notið þeirra ævintýra sem við ætlum að skoða.
Jöklaferðin er ætluð þeim sem vilja verja degi úti á göngu, skoða ísinn, tala og skapa ógleymanlegar stundir með vinum og vandamönnum.
Jöklaferðin tekur u.þ.b. 5 til 6 klukkustundir (4-5 klukkustundir á jöklinum), þar með talið akstur fram og til baka frá móttökustað okkar á Hali. Þessi ferð er í meðallagi erfið og flestir ferðamenn geta gert. Þú þarft ekki að hafa neina jökla eða ísklifur reynslu fyrir þessa ferð.
Njóttu Fjóshlöðunnar á Hala með okkur. Fyrir og eftir ferð bíðst gestum okkar að njóta kaffi og kakó í móttöku okkar á Hala. Þeir sem vilja svo slaka á og borða nestið sitt býðst að dvelja í Fjóshlöðunni sem Glacier Adventure hefur nýverið gert upp. Þar er hægt að fara í pílukast, spila spil o.fl. skemmtilegt eftir feðina.
- Brottför: 10:00
Tímalengd: 5-6 klst.
Aldurstakmark: 14 ára
Erfiðleikastig: Miðlungs
Fjöldi í ferð: 2-8 manns - Hvar byrjar ferðin: Í móttökunni okkar á Hala í Suðursveit
- CLOTHING
Appropriate footwear and suitable outdoor clothing must be worn at all times. Glacier Adventure reserves the rights to refuse participation if not correctly equipped since this will put the clients at risk. In case of refusal, refund will not be possible. - Nauðsynlegur búnaður
- -Góðir gönguskór með góðum ökklastuðning, hægt að leigja á staðnum
-Góður útivistarfatnaður, fer eftir veðri. Þrjú lög að ofan: Innanundir fatnaður, létt flíspeysa, vatns/vindheldur jakki. Tvö til þrjú lög að neðan: Innanundir fatnaður, léttar og hlýjar buxur og vatns/vindheldar buxur.
-Góðir/hlýir göngusokkar
-Húfa/buff og vettlingar (gott að hafa auka par af vetlingum)
-Lítill bakpoki fyrir auka föt, nesti, myndavél og annan persónulega búnað
-Sólgleraugu
-Myndavél (valfrjálst)
-Göngustafir (valfrjálst) - Nesti
– Nesti til að hafa fyrir 6 klukkustunda ferð, mælum með 1-2 samlokum, orkustykki, vatnsflösku, jafnvel hnetur og ávexti.
-Jeppaferð inn að jökli með leiðsögn um jökulinn
-Allur jöklabúnaður eins og sigbelti, hjálmur, ísöxi, höfuðljós (ef þarf)
– Göngustafir
– Aukaföt í bakpoka, mælum með því
– Sími og/eða myndavél!
Gott að hafa í huga
- Vinsamlega verið mætt á mótökustað á Hala 20 mín fyrir brottfarartíma til að hitta leiðsögumanninn ykkar og gera ykkur tilbúin.
- Hægt að finna nytsamlegar upplýsingar um veðrið á www.vedur.is og færðina á www.vegagerdin.is
Fyrirvari: Allar jökla- og fjallaferðir eru farnar á ábyrgð þátttakenda. Glacier Adventure ber enga ábyrgð á slysum sem orsakast af viðskiptavinum eða rekja má til þeirra eigin aðgerða.
Sjá myndir úr ferðinni
What are people saying
A must do!
View reviews on TripadvisorGlacier Adventures tours allows you to visit some of Iceland’s most stunning placesJim Cook
-
WE ARE AUTHORIZED TOUR OPERATOR