Vatnajökull Jöklaganga

Jöklaganga á Vatnajökli

Jeppaferð og leiðsögn innifalin

Hópar fá afslátt, sendið okkur tölvupóst á [email protected] fyrir frekari upplýsingar

Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og fagur á að líta. Margir hafa horft til hans á ferðalögum en færri haft kost á að kynnast honum af eigin raun, enda er oft talað um að það sé hættulegt að vera á jöklum.  Með réttum búnaði og leiðsögumanni er ævintýri að komast í jöklagöngu.  Við förum frá Hala í Suðursveit og keyrum inn í Þröng og göngum þaðan á Breiðamerkurjökul. Við jökulsporðinn er Jökulsárlón, ein þekktasta náttúruperla Íslands.


Leiðsögumenn Glacier Adventure þekkja jökulinn, svæðið í kring og staðhætti mjög vel. Í þessari ferð upplifir þú þá undraveröld sem Vatnajökul er og þarna erum við í burtu frá mannfjöldanum.

Leiðsögumaður okkar fer með þig í ógleymanlega ferð á Breiðamerkurjökli, einn stærsta skriðjökull Vatnajökuls. Ferðin byrjar á Hala þar sem móttakan okkar er og þar er allur nauðsynlegur búnaður afhendur. 

Ferðin getur tekið á milli 3,5 og 4 klukkustundir (1 – 1,5 klst. á jöklinum), þar með talið akstur fram og til baka frá Hala, mótökustað okkar. Þessi ferð flokkast sem nokkuð létt ferð sem flest börn og fullorðnir geta gert.

Lágmarksaldur er 10 ára en ef það er hópur að ferðast saman þá eru gerðar undantekningar, vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á [email protected]

Áður en ferðin hefst færðu allan nauðsynlegan öryggisbúnað, jöklabrodda, sigbelti, hjálm og ísöxi. Mikilvægt er að hafa réttan skófatnað þegar farið er í jökulgöngu. Gönguskór eru í boði til leigu ef þú hefur ekki rétta skóbúnaðinn með þér.

Ferðina hefst í móttöku Glacier Adventure á Hala. Þaðan er keyrt á jeppunum okkar að jökulsvæðinu. Það tekur um það bil 30 mínútur. Frá bílastæðinu er gengið rúman 1 km að jökulsporðinum. Þar er búnaðinn kynntur og farið yfir öryggisreglur sem nauðsynlegt er að þekkja áður en jökullinn er kannaður. Þér er kennt hvernig á að festa jöklabroddana á skóna og hvernig á að ganga með þá. Jöklabroddarnir auðvelda gönguna á ísnum svo enginn þarf að hafa áhyggjur af því að renna.

Við göngum um undraland jökla skúlptúra, hryggja og sprungna. Við sjáum stóra svelgi, sem stundum hafa borað sig í gegnum jökulinn, þar sem bráðvatn ísins er drenar sig í jökulinn í lækjum og litlum fossum. Jökullinn ber einnig með sér ösku af eldgosum, askan myndar stundum í pýramída, sem eru kallaðir dríli.

Í þessari einstöku ferð færðu tækifæri til að fræðast um hinn stórbrotna jökul, hvernig hann er myndaður og hvernig hann heldur áfram að breytast og mótast á hverjum degi.

Þegar gengið er í töfrandi umhverfi Vatnajökulsþjóðgarðs með fullt af einstökum myndefni fer leiðsögumaður þinn um sögu svæðisins frá landnámi fram á okkar tíma. Ferðin er ætluð þeim sem vilja verja dagparti utandyra ganga, tala og njóta ógleymanlegs landslags í umhverfi Jökulsárlóns.

 

 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Titill Myndar

Tímasetning ferða: 9:00 & 14:00
Lengd ferðar: 3,5 – 4hours
Aldurstakmark: 10 ára
Erfiðleikastig: Nokkuð létt
Hópastærð: 2-12 manns

-Jeppaferð með leiðsögn á Breiðarmerkurjökli
-Allur jöklatengdur búnaður, jöklabrodda, sigbelti, hjálmur, ísöxi
-Hægt er að leigja gönguskó og regnföt á staðnum.

-Góðir gönguskór, hægt að leigja á staðnum (1000 kr.)
-Góður útivistarfatnaður, fer eftir veðri. Þrjú lög að ofan: Innanundir fatnaður, létt flíspeysa, vatns/vindheldur jakki. Tvö til þrjú lög að neðan: Innanundir fatnaður, léttar og hlýjar buxur og vatns/vindheldar buxur. Endilega kíkið hér til að sjá frekari upplýsingar um fatnað.
-Húfa/buff og vettlingar
-Sími og/eða myndavél ef fólk vill festa minningarnar á filmu
-Gott að hafa lítinn bakpoka til að setja aukaföt í, lítinn vatnsbrúsa og jafnvel smá snarl.

Gott að hafa í huga

Vinsamlega verið mætt á móttökustað á Hala 20 mín fyrir brottfarartíma til að undirbúa ferðina og hitta leiðsögumanninn ykkar.

Hægt að finna upplýsingar um veðrið á www.vedur.is og færðina á www.vegagerdin.is 

Fyrirvari: Allar jökla-og fjallaferðar eru farnar á ábyrgð þátttakenda. Glacier Adventure ber enga ábyrgð á slysum sem orsakast af viðskiptavinum eða rekja má til þeirra eigin aðgerða.

More photos from earlier tours

 • Glacier Walk close to Glacier Lagoon
 • Walking on the glacier
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Happy glacier walk customers
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Glacier Walk with Glacier Adventure
 • Drinking glacier water
 • The mighty Breiðamerkurjökull glacier
 • Glacier fountain
 • Glacier Walk with a view over glacier lagoon

Tell Your Friends

What are people saying

5

Amazing glacier walk

“Great guide and amazing experience. We had a great time walking on and learning about the glacier. Highly recommended.” S P
View reviews on Tripadvisor
 • WE ARE AUTHORIZED TOUR OPERATOR

  WE ARE AUTHORIZED TOUR OPERATOR

  Glacier Adventure has a licence provided by Icelandic tourist board to function as a tour operator.

looking for something else