Afhverju að bóka með Glacier Adventure?


Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki frá Hala í Suðursveit 

 

Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem bíður upp á fjölbreytta afþreyingarmöguleik í Ríki Vatnajökuls.  Hvort sem þú villt fara í fjallgöngur á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk eða jöklaferðir á stærsta jökli í Evrópu, Vatnajökli.

Þá bjóðum við upp á staðbundna og örugga leiðsögn, þar sem allar ferðir Glacier Adventure eru unnar í samræmi við gæðakerfi Vakans.  Við sem heimamenn getum frætt ykkur um Ríki Vatnajökuls á einstakan hátt, sagt ykkur allskonar sögur um umhverfið og jarðfræði svæðisins.

Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem staðsett er á Hala í Suðursveit, aðeins 12km frá Jökulsárlóni. Við sérhæfum okkur í ferðum á svæðinu í Ríki Vatnajökuls og bjóðum upp á ýmsa náttúru upplifun á svæði sem við þekkjum vel og er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Við bjóðum uppá persónulega þjónustu og höfum öryggið alltaf í fyrsta sæti. Það skiptir miklu máli að leiðsögumenn Glacier Adventure þekki svæðið vel og ekki síður söguna þar sem hún gefur ferðinni ákveðinn ævintýrablæ þar sem farið er yfir það hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. 

Glacier Adventure er umhverfisvænt fyrirtæki, en við kolefnisjöfnum allar ferðirnar okkar. Einnig erum við hluti af Vakanum sem er gæðakerfi á Íslandi. 


Það sem Glacier Adventure hefur upp á að bjóða fyrir jöklaferðirnar okkar er… 

  • Glacier Adventure erum með okkar eigin móttöku þar sem fólk getur hitt leiðsögumanninn fyrir jöklaferðina og gert sig tilbúin 
  • Glacier Adventure er með AKU gönguskó til leigu  
  • Eftir ferðina er hægt að eiga notalega stund í móttökunni hjá Glacier Adventure þar sem hægt er að fá sér kaffi, te eða heitt kakó
    Glacier Adventure er einnig með sína eigin litlu útivistarverslun.
  • Hópar geta leigt aðstöðu í Fjóshlöðunni þar sem hægt er að grilla, setja upp kynningar og búa til ógleymanlegar minningar saman.

 


Allar ferðir Glacier Adventure byrja frá Hala, þar tekur leiðsögumaðurinn á móti ykkur í ný uppgerðu móttökunni okkar sem áður var mjólkurhús. Móttakan er orðin mjög notaleg, þar er hægt að græja sig fyrir ferðar, fá leigða gönguskó ef það er þörf fyrir því og fá sér kaffi fyrir jöklaferðina.

Blue Ice Cave Adventure Iceland Vatnajökull Glacier Lagoon

 

Diamond Beach Glacier Lagoon Iceland Jökulsárlón


Hjá Glacier Adventure er hægt að finna Hali Country Hotel, Skyrhús gistiheimili og Þórbergssetur sem er veitingarhús og safn.

Hlökkum til að sjá ykkur á Hala!