General

Hvannadalshnúkur í sumar?

Decorative image

Margir eiga sér þann draum að ganga á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnúk, en það er nauðsynlegt að fara þangað með öruggri leiðsögn og réttan búnað. Við bjóðum upp á ferðar á Hnúkinn, og einblínum á að fara með litla hópa. Það er ávalt reyndur leiðsögumaður með í för og Glacier Adventure mun aðstoða og leiðbeina við val á sértækum búnaði sem þarf á jöklum.

Hvannadalshnúkur er vinsæl áskorun fyrir þá sem eru komin af stað í gönguferðum og fjallgöngum. Það reynir á úthald og viljastyrk einstaklinga, enda persónuleg áskorun fyrir hvern og einn að ganga á hæsta tind landsins. Ekki er þörf á neinni sérhæfðri kunnáttu nema úthaldið í að ganga 25 kilómetra, þannig að nauðsynlegt er að fólk sé búið að undirbúa sig vel fyrir langa göngu.

Útsýnið í ferðinni er einstakt og mjög fallegt. Svartar strendur Skeiðarársands og fjallstindarnir í kring.

Hér er stutt myndband sem var tekið upp vorið 2020 og sýnir þá fegurð sem þessi ferð býður upp á.

Með réttri þjálfun og hugarfari er gríðarlega gaman að takast á við þessa áskorun. Í ferðum okkar á Hvannadalshnjúk miðum við við hámark 6 gesti á hvern jöklaleiðsögumann við bestu aðstæður. Mikilvægt er að vera með orkuríkt og gott nesti sem dugar allann daginn.

 

Þrátt fyrir að það sé ekki mikil upphækkun á Hnúkinn þá má ekki vanmeta hann, það þarf að vera með gott þol til að komast alla leið. Gangan byrjar frá Sandfelli og gengið er norðvestan á Öræfajökli. Það er einnig hægt að fara þessa ferð á fjallaskíðum en þá þarf að leigja þann búnað í Reykjavík ef fólk á ekki sjálft, ef það er áhugi fyrir því þarf að senda okkur tölvupóst.

 

 

Stefndu á toppinn, komdu með okkur á Hvannadalshnúk í sumar!