General

Nautastígurinn fjallganga

Decorative image

Úr alfaraleið
Á Íslandi eru óteljandi gönguleiðir þar sem hægt er að njóta náttúrunnar og sjá og upplifa það sem landið hefur upp á að bjóða. Það eru margir sem vilja ganga á þessi helstu fjöll og vinsælustu, en síðan vilja líka margir fara á fáfarnar slóðir þar sem ekki er margt um manninn.

Ein þessara gönguleiða er nánast í bakgarðinum okkar, þetta er gangan sem við köllum Nautastígurinn fjallganga og þá er gengið upp Nautastíginn inn í Hvannadal meðfram Dalsánni út með Klukkugili og að lokum er svo gengið upp Garðskriðurnar og endað inni í Staðarfjalli.

Gangan byrjar á Hala þar sem farið er yfir skipulag dagsins og passað upp á að allir séu með réttan búnað eins og nesti, góða skó, göngustafi fyrir þá sem það vilja, lítinn bakpoka, auka sokka, vaðskó svo eitthvað sé nefnt. Neðst í þessari færslu er hægt að sjá útbúnaðarlistann frá okkur sem gott er að notast við. Hér er hægt að sjá móttökuna okkar á Hala sem er í gamla mjólkurhúsinu.

Þessi fjallganga er dagsferð, oftast er lagt af stað kl. 9 frá Hala og komið til baka milli 17 og 18. Hópar geta samt valið um tímasetningu ef það hentar betur að leggja aðeins fyrr eða seinna af stað.  Það tekur um 45 mínútur að keyra frá Hala að þeim stað sem við byrjum gönguna upp Nautastíginn en til þess að komast þangað þarf að keyra árfarveg sem eingöngu er fær stórum bílum, það er mismikið vatn í ánum og stundum tekur smá tíma að krossa þær allar.

Afhverju Nautastígur?
Jú, eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta stígur sem naut gengu upp þegar þau voru rekin á beit inn í Hvannadal. Frá þessu segir Þórbergur Þórðarson frá í bókinnu Um lönd og lýð, þar segir hann frá því að einhverntíma fyrr á tímum, þegar vegalengdir voru varla til í sálum Íslendinga, þá ráku bændur í Suðursveit nautin inn í Hvannadal á vorin og létu þau ganga þar til beitar á sumrin.

Hækkun og gönguhraði
Í upphafi göngunnar er mesti brattinn, þegar gengið er upp Nautastíginn sjálfann en ávalt er gengið á þægilegum gönguhraða sem hentar hópnum og við stoppum á leiðinni og það sem er mikilvægt á þessum parti göngunnar, er einmitt að stoppa og snúa sér við og virða fyrir sér útsýnið yfir í Kálfafellsdal.

Stórgrýttar skriður
Þeir sem eru alveg gífurlega lofthræddir hafa reyndar sleppt því að vera að horfa niður brattann þegar er komið upp Nautastíginn. En hann er ekki mikill eða óyfirstíganlegur nema ef fólk þjáist af gífurlegri lofthræðslu.  Það er frekar stórgrýtt á þessari gönguleið og þessvegna er mikilvægt að vera í góðum gönguskóm sem styðja vel við ökklan.

Vaðskór
Það er stundum hægt að stikla á steinum til að komast yfir árnar, en oftast þarf að vaða ánna á einum stað. Þá er gott að vera með vaðskó eða aukasokka til að vaða í og í raun þá er það kærkomið að vaða yfir ánna eftir nestistoppið í Miðfelli því þá eru tærnar oft orðnar hálfsoðnar og veitir ekki af smá kælingu sem er einstaklega hressandi fyrir sál og líkama

Landslagið og gönguleiðin
Það sem er skemmtilegt við þessa göngu er að það þarf ekki að ganga sömu leið til baka, við endum gönguna í næsta dal og þar verður bíll sem ferjar hópinn aftur á Hala. Landslagið á þessari gönguleið er fjölbreytt, það eru fossar, ár, fjallstindar og gil en dýralífið er líka mjög fjölbreytt, stundum má sjá rjúpur, hreindýr og einstaka kind með afkvæmum sínum á rölti um grösugar hlíðarnar.

Staðbundin leiðsögn
Að heyra frásagnir heimafólks ef oft á tíðum það sem gerir góða ferð enn betri, að upplifa stað og stund og staldra við og hlusta á hvernig landið var nýtt hér áður fyrr ásamt því að njóta náttúrunnar er mikils virði. Það hafa ekki allir heyrt frásagnir af Klukkugili sem er um 340 metra dúpt þar sem það er dýpst en það er bæði fallegt en hrikalegt á sama tíma.

 

 

Fyrir hverja?
Þessi ferð hentar langflestum sem eru í ágætlega góðu gönguformi, gönguleiðin er um 12-14km og getur tekið allt að 8-10klst. en það er með keyrslunni til og frá upphafsstað og góðum nestisstoppum.
Hópar geta pantað gistingu á Hala og í nágrenninu og við bjóðum líka upp á aðstöðu fyrir hópa sem vilja vera út af fyrir sig í Fjóshlöðunni sem er búið að gera upp.

Jóga
Hópar sem vilja koma og gista á Hala eða í nágrenni geta pantað hjá okkur jóga,  það er stórkostlegt að liðka sig í smá jóga daginn eftir gönguferðina. Hægt er að vera í jóga í Fjóshlöðunni en einnig úti í guðs grænni náttúrunni ef það viðrar vel.

Fjósið í nýjum og gömlum búningi!
Við viljum halda í það gamla, það er oft sem að hús eru rifin niður og byggt nýtt í staðin og sérstaklega ef um útihús eða gripahús er að ræða. Við viljum varðveita húsin eins og hægt er þó hlutverk þeirra sé annað en það var upphaflega. Núna er búið að breyta mjólkurhúsi og mjaltarbás í móttöku og aðstöðu fyrir starfsfólk. Búið er að helluleggja og byggja pall fyrir framan fjósið og Fjóshlaðan hefur tekið miklum breytingum og nú er hægt að gera sér glaðan dag í Fjóshlöðunni í góðra vina hópi.

 

 

 

 

Það sem má bæta við þennann lista fyrir Nautastígsgönguna er:
-Göngustafir, ef fólk vill
-Vaðskór eða aukasokkar
-Nesti fyrir dagsgöngu, samlokur, flatbrauð, hnetur, súkkulaði, harðfiskur…..
-Vatnsbrúsi, gott aðgengi er að vatni á leiðinni

Hlökkum til að sjá ykkur, endilega hafið samband við okkur í síma: 571-4577 eða sendið okkur tölvupóst á [email protected]